Leita í fréttum mbl.is

Friðurinn úti

Þá er sælutíð í Flatey lokið þetta árið. Að vanda vorum við mæðgur lengi í eyjunni og gerðum ekkert nema njóta lífsins. Auður vinkona mín kom við hjá okkur með alla sína drengi og þau spurðu hvað við gerðum eiginlega í Flatey. Ég gat nú ekki alveg svarað því. Byggðum reyndar glæsilegan kofa úr vörubrettum, fundum villt kúmen, fylgdumst með fuglum og tókum á móti gestum. Reglulega skilaði Baldur svo í land Jóni, okkur til mikillar ánægju og honum til vel-til-unninnar afslöppunar.

Hótel Flatey er alveg að gera sig. Umhverfið er auðvitað frábært, gæði enduruppbyggingar húsanna í sérflokki og þjónustan (með ákveðnum undantekningum reyndar) í hinum afslappaða ljúfa Flateyjar-anda. Svo er það nú maturinn ... alveg frábær. Einstakur. Eitt kvöldið voru gestakokkar - þeir Kalli kafari í Vertshúsi og Rúnar Marvinsson. Það var þaraveisla. Og þá erum við sko að tala um veislu! Þarna prófuðum við matreiðslu úr allskyns þara ... t.d. þarasúpu og þarapönnukökur með þarasultu. Þarinn var auðvitað allur úr Breiðafirðinum og það sem ekki náðist á fjöru kafaði Kalli eftir. Þetta var algjörlega einstakt.

En svo kom nú verslunarmannahelgin. Í land kom Baltasar Kormákur við sjötuguasta mann, fjórhjól í fleirtölu og annað eftir því. Það munu standa yfir tökur á einhverri mynd í mánuð eða svo. Tökur fara fram innan um brjálaðar kríur sem eru ekki fíla nærveru tökuliðsins, sem reyndar má þekkja af bláum hjálmum sem verja á fólkið fyrir ágangi kríunnar. Þetta er ábúendum og öðrum Flateyingum til mikillar skemmtunar. Krían er hins vegar í fullum rétti, enda með ófleyga unga og agresiv eftir því. En úr því að svo var komið var eins gott að kom sér hversdagsgargið hér í borginni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ og velkomin úr Flatey. Mér gekk eitthvað illa að srá í gestabókina þína þannig að ég kvitta bara hér.  En þar sem þú segist vera AAS þá hlýt ég að vera FLSLÞSAAS (forvitinn lesandi sem les það sem athyglissjúkur almenningur skrifar) Var að vafra á netinu og datt inn á þetta blogg þitt.

Kv.

Bylgja

Bylgja (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 02:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna er alvöru húsmóðir í vesturbænum og því til staðfestingar kaupir hún reglulega Martha Stewart Living

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband