27.7.2007 | 18:44
Þrifaferð í kaupstað
Nú um stundir dvelst kvenleggur fjölskyldunnar í Flatey. Þvílík dýrðarinnar sæla og hamingja! Veðrið hefur leikið við okkur en þó hefur okkur af harðfylgi tekist að mála glæsilegan kofa dætranna, setja þakefni og síðast í gær var haldið á brennuna og girðingarefni frelsað frá væntum logum.
Það eru auðvitað kostir og gallar sem slíkri blíðu fylgja, nú er svo komið að afar vatnslítið er í eynni og sent var út herkvaðning að allir hafi nú með sér vatn sem dveljast ætla í eynni. Jafnvel þó að við í Byggðarenda búum svo vel að vera með eigin brunn og vatnstaðan þokkaleg hjá okkur er þó þannig komið að maður er ekki að fara í sturtu eða setja í vél. Svo það var ákveðið að taka Baldur í land í gær og þrífa mannskapinn.
Dætrunum þurfti að múta af lagni til að hafa þær í ferjuna. Samningalotunni lauk með fullnaðarsigri þeirra, sundferð í Stykkishólm, heimsækja frænkurnar góðu á Skólastíg og tveir auka dagar í Flatey.
Þær eru harðar.
Af mbl.is
Íþróttir
- Mourinho: Hvaða þjálfari segir nei?
- Samur við sig í Sviss
- Við ætlum að svara fyrir þetta
- Ótrúleg dramatík í deildabikarnum
- Þetta var alveg lygilegt
- Það verður sko alls ekki flókið
- Ekkert spurt að því í fótbolta hvað er sanngjarnt
- Ráðinn þjálfari KR
- Kom inn á og skoraði tvennu
- Kane fór illa með Chelsea stórsigur PSG
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.