Leita í fréttum mbl.is

Ungabrenna í Flatey!

Þeir sem Flatey á Breiðafirði þekkja og sækja heim vita að þar stendur tíminn kyrr, róin og dýrðin er alger. Það varð svolítil tímabundin breyting þar á um síðustu helgi. Ég er sannfærð um að meiri hasar hefur ekki verið þar síðan rottan kom í eynna snemma á síðustu öld.

Þannig háttar til að talsverðar framkvæmdir eru víða um eynna þar sem fólk dyttir og endurnýjar hús sín. Því sem brennanlegt er er svo safnað á haug. Nú er kominn nokkuð myndarleg brenna og um síðustu helgi hugðist fólk á ættarmóti, sem ættir sínar rekur í Ásgarð, kveikja í brennunni í tilefni Jónsmessunnar. Eitthvað hafði málið ekki verið hugsað til enda, því nú stendur varpið hvað hæst og margir fuglar komnir með unga. Fuglarnir eru afar hrifnir af svona brennum - þó ekki til íkveikju heldur til hreiðurgerðar. Þrátt fyrir þetta hugðust menn halda brennu þarna á björtu Jónsmessukvöldi.

Nú voru góð ráð dýr. Annað hvort var að horfa upp á ungabrennuna eða grípa í taumana. Valkyrjur í Læknishúsi höfðu forgöngu um alvöru mótmæli. Þrammað var niður að brennunni og þar sem ekki var tauti við brennustjórann komandi var ekki annað að gera en að hlamma sér á brennuna! Brennustjórinn lét nú ekki svoleiðis smámuni aftra undirbúningnum og hóf að skvetta bensíni á brennuna. Þá fór ættarmótsfólk að streyma að og auðvitað urðu vonbrigðin nokkur við þessa fyrirstöðu. Flestir tóku þó sönsum strax og vildu ekki kveikja í ungunum, sérstaklega þegar þeir höfðu virt fyrir sér maríuerluhreiður með sjö nýklöktum ungum.  Brennunni var því aflýst og ættarmótsgestir tóku bara lagið í góðu stuði, þrátt fyrir brennuleysi.

Þetta var reyndar allt hið skrítnasta mál. Verst þótti mér að heyra áeggjan eins föðurs sem þarna var með ungum syni sínum - svona 5-6 ára gutta - sem vildi setja nokkra spýtuklumpa á brennuna. Faðirinn stakk upp á því að drengurinn henti klumpunum í mótmælendur! Annað sem mig undraði var að fullorðið fólk hafði ekki meiri þekkingu á nátturunni en svo að þeir töldu fuglana bara fljúga í burtu ... með eggin!

En ungunum var allavega bjargað og allir sæmilega sáttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna er alvöru húsmóðir í vesturbænum og því til staðfestingar kaupir hún reglulega Martha Stewart Living

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband