Leita í fréttum mbl.is

"Konur í okkar fjölskyldu eru ekkert fyrir húsverk"

... sagði hún nafna mín og amma heitin fyrir nokkrum árum. Mikið sver ég mig nú í ættina! Amma var reyndar þeirrar gerðar að þó hún væri nú kannski ekki að fíla húsverk í botn þá var hún alltaf að. Sérstaklega að láta fólk borða. Hún vissi alveg þetta með 6 máltíðir á dag. Það var morgunmatur, morgunkaffi,hádegismatur, kaffitími, kvöldmatur og svo kvöldkaffi. Ég er reyndar ekki viss um að Goran vinur minn Micic væri sammála samsetningu matseðilsins en allir voru nú ánægðir með hann.

En aftur að húsverkum. Ég er eins og amma með það að vera frekar lítið fyrir húsverk en hef hins vegar líka samviskusemina hennar og er bara eiginlega ekki með sjálfri með nema það sé sæmilega hreint í kringum mig. En af því að ég hef frekar lítinn tíma eins og svo margir í dag, þá hef ég fundið ýmsar leiðir til að létta mér verkin. Besta vinkona mín þegar kemur að bakstri er t.d. hún Betty (Crocker) og þegar kemur að þrifum er það hún Bára sem er svo elskuleg að koma hingað reglulega og hjálpa okkur við þrif og þvotta. 

Hér ilmar allt af bakstri. Við mæðgur gerðum nenfnnlega mikilvæga uppgötvun í dag. Það er hægt að kaupa "næstumþvítilbúna" snúða. Deigið er tilbúið, maður þarf bara að rúlla því út og strá svo yfir meðfylgjandi sykurleðju, rúlla upp og skera í bita. Inn í ofn í 10 mín og dásemdin klár! Þetta eru 2næstumþvíalvöru" svenska bullar! Við bárum þetta svo út á svalirnar sem við mæðgur standsettum í gær og Filippía kallar "Ikea veitingahúsið okkar" enda er allt saman þar úr Ikea. Nema hvað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna er alvöru húsmóðir í vesturbænum og því til staðfestingar kaupir hún reglulega Martha Stewart Living

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband