Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Áramótaheit!

Ég hef tekið ákvörðun. Hversu afdrifarík hún verður er alfarið á mína ábyrgð. Ég hef nefninlega ákveðið að strengja áramótaheit. Ég veit að líkurnar á því að maður standi við slík heit eru í besta falli hverfandi en ég hef hins vegar óflekkaða sögu í þessu samhengi. Ég hef aldrei strengt áramótaheit og alltaf staðið við það! Svo ég met mínar líkur á efndum talsvert meiri en margra annarra. Aukinheldur verður ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur í heitstrengingum. Ég ætla nebblega að hafa áramótaheitin afar hefðbundin:

1. Mæta oftar í ræktina

2. Borða minna súkkulaði

3. Eyða minni peningum

4. Eyða meiri tíma með fjölskyldunni

Koma svo!

 


Völvan í Svartakastala ...

Mér svona datt í hug að völvan ætti einhver tengsl inn í Svartakastala við Kalkofnsveg.

Hljómar pínulítið eins og hver annar óánægður D-pótintáti.


mbl.is Völvan spáir stjórnarslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lélegar tímasetningar

Ég reikna nú ekki með að mikið fleiri en þeir sem ég sendi jólakort álpist inn á þessa síðu, en ef svo er þá óska ég þeim gleðilegra jóla.

Það er nefninlega þannig að jólin eru ekki búin. Ég kann því afar vel að jólin séu hátíð sem tegir sig yfir nokkra daga - bæði afar hátíðlega slíka sem og nokkra minna hátíðlega eins þennan í dag. Við mæðgur erum búnar að eyða deginum í ýmislegt skemmtilegt, skoðað jólagjafirnar í minnstu smáatriði, spilað nýju spilin og svo framvegis. Í þessum skrifuðu orðum stunda dæturnar reyndar ilmvatnsgerð upp á eigin spýtur a baðherberginu og ég eiginlega legg ekki í að fara að skoða afraksturinn.

Aftur að jólunum ... það virðist nefninlega fara ofan garðs og neðan hjá æði mörgum að jólin eru 13 dagar. Til dæmis hætta flestar útvarpsstöðvar að spila jólalög á aðfangadag. Nema Útvarp Latibær reyndar, sem heldur uppi jólastuðinu hér á bæ. Þeim væri e.t.v. nær að slaka pínulítið á látunum á aðventunni og einbeita sér að jóladögunum sjálfum. Sjálfsagt eru þáttagerðarmenn orðnir eitthvað þreyttir á jólalögunum sem eru búin að hljóma ansi mikið á aðventunni. En komm on, eru menn ekki orðnir jafnþreyttir á sama garginu sem var í gangi allan nóvembermánuð og glymur núna?

Annað pirr-element ... datt ekki Gestgjafinn inn um lúguna áðan. Það er reyndar mitt uppáhaldsblað en ég er með efasemdir um tímasetningar á þeim bæ eftir að hafa fengið jólablaðið korter í jól. Ég hélt að þetta blað sem leyndist í silfurpappírnum væri einhverskonar áramótablað ... en nei ó nei ... þar var mér tilkynnt, á þriðja í jólum, að jólin væru búin og jólakjóllinn orðin of lítill og nú væri rétt að byrja á safadrykkju til að hreinsa út óhófið. Svona til upplýsingar fyrir þá sem kunna að hafa áhyggjur þá passa ég bara ágætlega í jólakjólinn minn og hef hugsað mér að halda hátíðarnar hátíðlegar meðan þær vara. Ekki fyrir og ekki eftir. Ókei?

 


Að lifa fyrir vinnuna

Leitt að vita af þessu óhappi Magnúsar.

En forstjórinn verður sennilega seint sakaður um að vita ekki hvað fer fram á stofnuninni hans.

Miðað við fjárhagsstöðu spítalans getur maður ímyndað sér erindi forstjórans til ráðherra svo það er gráglettinn tilviljun að þetta óhapp verði fyrir utan ráðuneytið. Nauðsyn góðrar bráðaþjónustu ætti að vera ráðherranum augljós!

Ég óska forstjóranum auðvitað skjóts bata og vona að ekki hafi hann farið fýluferð í ráðuneytið í ofanálag!


mbl.is Spítalaforstjóri aftur með brotinn fót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rassskelling

Ég er reyndar alveg á móti ofbeldi gegn börnum, líka strákpjökkum á egotrippi. Svo ég sting upp á að hann fái ekki að hafa í síma í nokkra daga. Hann mun engjast af kvölum.

Ferlega var þetta eitthvað stupid. Svakalegt að fá sína 15 mín frægð út á aðra eins vitleysu.


mbl.is Skagapiltur pantaði viðtal við Bush
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Feministar

Datt í huga að skella inn þessu orði og sjá hvort ekki yrði allt vitlaust í kommentakerfinu.

Heh.


Höfundur

Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna er alvöru húsmóðir í vesturbænum og því til staðfestingar kaupir hún reglulega Martha Stewart Living

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband