Leita í fréttum mbl.is

Pólitískt þor

Ég er mjög fylgjandi þessum nýju lögum um Sjúkratryggingar og nenni reyndar ekki að fara yfir hvers vegna. Gæti birt eldgamlar Kremlar-færslur því til stuðnings og geri það kannski bara. Ég skrifaði einhver ósköp um fornaldalega fjármögnun heilbrigðiskerfisins og hvernig hún er starfseminni fjötur um fót. Það var löngu áður en ég svo fann það á eigin skinni, í núverandi starfi, hversu föst fjárlög eru ótrúlega óheppileg leið til að reka heilbrigðisstofnanir..

En ég fylgdist með umræðunum um frumvarpið sem ég hef beðið eftir í 10 ár og mikið hrikalega varþetta eitthvað dapurt á að horfa. Sér i lagi fannst mér vaðallinn í VG leiðinlegur. Rangfærslur verða ekkert réttari þó þær séu endurteknar. Stundum setja VG upp kynjagleraugun til að skoða málin. Nú held ég að þau hafi sett upp kjánagleraugun. Þau töluðu um eitthvað allt annað frumvarp en fyrir þinginu liggur.

Fjarvera heilbrigðisráðherra frá umræðunni var nokkuð áberandi. Í aðra röndina getur maður skilið að hann nenni ekki að sitja undir þessu. Auk þess er formaður heilbrigðisnefndar vafalaust mun betur í stakk búin til að taka þessa umræðu, enda innsýn og faglegir yfirburðir augljósir.

Það sem er allra markverðast í þessu að mínu mati, er að nú mun ekki einungis fjármagnið fylgja sjúklingnum, heldur er hin pólitíska ábyrgð augljós og gegnsæ. Áður hafa menn geta falið sig bak við sérfræðingaveldið og sagt; hér er aurinn, nú er það ykkar að spila úr þeim. Það verður alls ekki eins auðvelt undir þessu fyrirkomulagi. Það kallar á mikla umræðu og samráð um hvernig fjármunum skuli varið og það verða allir að taka þátt - almenningur, fagfólk og stjórnmálamenn.

Það er mín skoðun að með þessu frumvarpi séu stjórnmálamenn ekki lengur í  "stikk". Að aflétta því er pólitískt þor.


mbl.is Samþykktar sjúkratryggingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú skilur að hann nenni ekki að sitja undir umræðu um þetta frumvarp hans og að einhver annar en hann sé betri til að standa skil á því líka, þá er eiginlega spurning hvers vegna við erum þá yfirleitt að púkka upp á hann sem ráðherra, ef hann getur ekki setið undir og rætt um þau frumvörp sem hann leggur fram.

Viðar (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 16:50

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þú átt væntanlega við pólitískt slor en ekki pólitískt þor í fyrirsögninni á þessar færslu?

Jóhannes Ragnarsson, 10.9.2008 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna er alvöru húsmóðir í vesturbænum og því til staðfestingar kaupir hún reglulega Martha Stewart Living

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband