Leita í fréttum mbl.is

Geir þó ... ef Ísland væri í ESB

... væri staðan einfaldlega sú að við værum ekki að glíma við þennan svakalega efnahagsvanda. Það kemur satt að segja á óvart að Geir, af öllum mönnum, skuli nota þá röksemdafærslu sem hann beitti í morgun á fundinum og útvarpað var í hádegisfréttum. Þar grípur Geir til þess að tala um að við aðstæður sem þessar og við nú glímum við þá væri betra að vera utan ESB. Það má vel vera, en þá horfir Geir fram hjá því grundvallaratriði að ef við hefðum verið í ESB hefði misvitrum stjórnmálamönnum ekki orðið kápan úr því klæðinu að hleypa hér öllu í bullandi þennslu með Kárahnjúkavirkjum og slíku. Ríki innan ESB geta ekki stjórnað efnahagsmálum af sambærilegri léttúð og menn gerðu hér á síðustu kjörtímabilum. Það eru vonbrigði að Geir skuli nota þetta, hann veit - skynsamur hagfræðingurinn - að þarna veifar hann röngu tré. Má vera að hann sefi einhverja flokkshunda, en það er gjamm. Geir er að sjálfsögðu fullkomlega heimilt að vera á móti ESB-aðild með skynsamlegum rökum, en þarna reynir forsætisráðherrann að kasta ryki í augu kjósenda með röngu máli. Það kemur á óvart og eru vonbrigði, Geir er sterkari leiðtogi en svo að þurfa að fara með rangt mál, skoðunum sínum til stuðnings.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geir þó ... ef Ísland væri í ESB

... væri staðan einfaldlega sú að við værum ekki að glíma við þennan svakalega efnahagsvanda.
Anna; ég held að þú verðir að rökstyðja þessa fullyrðingu betur. Allir sem hafa eitthvert skynbragð á hagfræði skilja  rök Geirs ágætlega. Það er þekkt  að ýmis jaðarsvæði ESB eiga við erfið efnhagsvandamál að stríða þar sem þeirra efnahagssveiflur fara ekki saman við sveiflur meginsvæðisins. Þá skil ég ekki þá fullyrðingu að ef við værum í ESB þá hefðum við ekki farið í að reisa Kárahnjúkavirkjun. Hvernig kemstu að þessari niðurstöðu? Þó svo að ríki ESB búi við mikla miðstýringu þá ráða þær sínum eigin framkvæmdum sjálfar.
Það hljómar dálitið furðulega að þú gerir lítið úr röksemdum Geirs  en slengir sjálf fram órökstuddum fullyrðingum.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 20:05

2 identicon

Hrmpf. Af hverju segir þú að það sé betra að láta misvitra embættismenn í Brüssel stjórna efnahagsmálum Íslendinga en okkur sjálf? Auk þess lifa menn ekki í paradís þó þeir gangi í ESB, ég hef allaveganna komið til ESB landa, nokkurra og mér finnst við eiginlega hafa það betur en þeir ef eitthvað er...

Bjarni Ben (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 23:42

3 Smámynd: Anna Sigrún Baldursdóttir

Stefán minn. Hagfræðingar jafnt og fólk í atvinnulífinu er nú flest á þeirri skoðun að sjálfstæð mynt hafi fremur valdið sveiflum en dregið úr þeim. Kenningin sem þú vísar til er vissulega vel þekkt, en reynslan af sjálfstæðri peningastefnu á Íslandi er einfaldlega ekki góð.

Síðan er það náttúrulega lausafjárkrísan. Auðvitað værum við í miklu betri aðstöðu hvað fjármálamarkaðinn snertir ef Evrópski seðlabankinn væri bakhjarl bankanna en ekki aðeins Seðlabanki Íslands.

Það er merkilegt að Geir hafi kosið að horfa framhjá þessu síðari punkti og vísa fremur í kenningar sem hafa enga skýrskotun til Íslands.

Anna Sigrún Baldursdóttir, 20.5.2008 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna er alvöru húsmóðir í vesturbænum og því til staðfestingar kaupir hún reglulega Martha Stewart Living

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband