Leita í fréttum mbl.is

Hilary á flugi

Yes!

Ég verð sumsé kátust ef Hilary vinnur forvalið. Mér sýnast þau Barack (af hverju er eftirnafn Obama notað en ekki Clinton?) bæði vera spennandi kostur og þá ekki einungis fyrir að vera demókratar sem mér auðvitað hugnast snöggtum betur en repúblikanar, heldur er auðvitað alveg frábært að þau eru bæði fulltrúar nýrra tíma. Það er sumsé ekki lengur mikilvægast fyrir forseta Bandaríkjanna að vera hvítur miðaldra karlmaður. Þetta skiptir heilmiklu máli, ekki nokkur spurning. Fyrir mig, þó ég sé nú bara húsmóðir í vesturbænum, skiptir auðvitað mestu máli fyrir hvað framboð þeirra standa. Að því gefnu að þau séu bæði frábærlega frambærileg (þetta þarf maður að taka fram af því að maður er á Íslandi) getur maður myndað sér afstöðu á grunni þess sem aðskilur þau. Og af því að ég get betur samsamað mig Hilary, þá lýsi ég algerlega óforskammað yfir stuðningi mínum við hana. Af því að hún er kona.

Nananabúbú.

Það má þó velta fyrir sér áhrifum þess ef Hilary verður frambjóðandi Demókrata. Repúblikanarnir eru auðvitað í góðri æfingu við að berja á henni, enda gert það frá því að bóndi hennar var forseti. Þeir þurfa bara að dusta rykið af fallbyssunum. Hins vegar er Barack ungur og svona frekar óflekaður pólitískt. Þeir hafa sennilega lítið á hann. Þó reiknar maður með að þeir nái að grafa eitthvað upp, það er eitthvað lík í einhverjum skáp hjá öllum. Ég myndi allavega treysta mér til að finna eitthvað óhreint á hvern sem er, fengi ég drjúga sjóði til að spila úr. Þá er maður eiginlega komin aftur að Hilary - hún er þrælvön að taka við ágjöf og verður varla í erfiðleikum með það núna.

Svo áfram Hilary!


mbl.is Clinton vann sæta sigra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna er alvöru húsmóðir í vesturbænum og því til staðfestingar kaupir hún reglulega Martha Stewart Living

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband