Leita í fréttum mbl.is

Fánýtur fótbolti?

Fótbolti er nokkuð sem ég hef ekkert vit á og ennþá minni áhuga á. Ég er hins vegar kurteis og segi þess vegna til hamingju Fjölnir.

Ég bý í vesturbænum og það er þegnskylda hér að halda með KR. Ég læt það nú vera samt. Gæti samt verið að maður tæki upp á því nú svona á síðustu og verstu þar sem illa lítur út fyrir KR og ég er frekar aumingjagóð að upplagi. Mér finnst það samt ólíklegt. Það kveður svo rammt að áhugaleysi mínu um fótbolta að einn ástríðufullur fótboltadýrkandi sagði ég væri "waste of space" úr því að ég styddi ekki liðið. Það finnst mér brjálæðislega fyndið. Einhver sagði líka við mig að fótbolti vær list. Ég er reyndar listunnandi og reikna með að þetta sé þá einhver list-kimi sem ekki nær til mín.

Hins vegar er klárt mál að fótbolti skiptir máli. Ég hef lengi reynt að átta mig á því vers vegna í ósköpunum getur fótbolti skipt máli? Ég las grein í Aftonbladet um málið (http://www.aftonbladet.se/kultur/article684101.ab). Fótbolti skiptir máli vegna þess að nú er það þannig að þar sem fótbolti er eru þeir sem hafa áhrif. Þeir sem eiga peninga sitja í VIP sætum og hafa (eða þykjast hafa) áhuga á íþróttinni (en ekki bara peningunum) ásamt öðrum sem vilja hafa áhrif, t.d. pólitísk áhrif. Það sem þó mestu máli skiptir er þó kannski það að þá er þetta bara spurning um afslöppun. Maður er stöðugt undir árásum lífsgæðakapphlaupsins og sjálfsagt er nokkuð ljúft að ná andanum yfir einhverju "fánýti" eins og fótbolta. Maður getur auðvitað skellt sér í Þjóleikhúsið, það er jú list, en boltaleikur í beinni krefst minna. Og nógar eru jú kröfurnar segir greinahöfundur. Ef maður hefur mikinn áhuga á fótbolta liggur maður í leiknum - aðrir minna áhugasamir geta bara verið áhyggjulaust spenntir og glaðir, fagnað mörkum, verið brjálaðir eða glaðir eftir leikin. Allt eftir hverjum og einum. Lífið er einhvern veginn þannig að nú þegar maður hefur hvorki tíma né andlega orku til að lesa almennilega bók, ja eða bara almennilegs kynlífs er fótboltaleikur ágætis staðgengill. Ást, hatur, ástríða og spenna - allt í einum pakka beint heim í sófa. Nítíu mínútur til að lifa hér og nú. Maður getur kannski ekki beðið um meira.

Ég ætla nú samt að gera það og held mig við önnur áhugamál og listir.

Lífið er saltfiskur


mbl.is Fjölnir úr 1. deild í bikarúrslitin gegn FH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna er alvöru húsmóðir í vesturbænum og því til staðfestingar kaupir hún reglulega Martha Stewart Living

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband