Leita í fréttum mbl.is

Næturbrölt á mér

Ég heyrði í þyrlunni taka af stað í nótt. Hljóðbært hér í vesturbænum. Hafandi unnið á gjörgæslu þá fæ ég alltaf smá sting í magan þegar ég heyri í þyrlu. Sem betur fer mun konan ekki mikið slösuð skv. fréttum útvarps og enn er maður minntur mikilvægi góðrar þjónustu landhelgisgæslunnar og heilbrigðisstofnanna.

Annars hefur þessi stingur minnkað aðeins undanfarið eftir að maður verður meira var við upptekna bisnessmenn eða auðmenn í lystitúr á þyrlunni sinni. Það er betra að vita af þeim í loftinu en stórslösuðu fólki.

Í sumar var ég í kyrðinni í Flatey. Veðrið var dásamlegt. Einn dýrðarinnar eftirmiðdag byrjar eitthver leiðinda hávaði og það tók mig smá tíma að átta mig á að þarna væri þyrla á ferð. Var ekki TF-Orri, þ.e. Ólafur í Samskipum, mættur til að fá sér eitthvað í gogginn á Hótel Flatey. Svo flaug hann víst að búðum til að fá sér kaffi. Svona getur nú fólk verið sérviturt þegar kemur að kaffi.

Ég hugsaði nú aðeins um þetta. Af hverju fannst mér þetta ekki "viðeigandi". Er maður kannski bara öfundsjúkur plebbi?

Held ekki. Þetta minnir mig smá á hann Willy í Húsinu á sléttunni. Einu sinni var Laura (þið munið, Laura Ingalls!) að leika sér heima hjá honum og skoðaði flotta dóttið hans og sagði "nei sko, Örkin hans Nóa!". Þá varð Willy fúll og sagði "nei þetta er örkin mín!!" Smá svona Willy-fílingur í þessu TF-Orra dæmi.

Mér dettur í hug að Ólafur gæti bara skírt þyrluna upp á nýtt. Gæti heitið "Liggalá" eða "na-na-na-bu-bu"

 

ps. Fékk viðeigandi athugasemd frá lesanda hér að neðan. Ég bið hlutaðeigendur afsökunar ef þeim hefur mislíkað við mig það var svo sannarlega ekki meiningin.  Eiginlega var tilgangurinn að benda á breytingarnar. En takk Guðni.


mbl.is Útkall hjá Landhelgisgæslunni í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Þór Björgvinsson

Finnst þér þetta viðeigandi? Að tengja þetta við frétt þar sem að viðkomandi kona gæti verið alvarlega slösuð núna?

Mér finnst það ekki og ég væri ekki lítið sár núna ef ég væri aðstandandi þessarar konu. Þú sem segist hafa unnið á gjörgæslu ættir að vita að aðgát skal höfð í nærveru sálar.

Ég vill ekkert illt með þessari athugasemd, finnst bara rétt að benda þér á þetta. 

Kveðja, Guðni Þór.

Guðni Þór Björgvinsson, 17.8.2007 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna er alvöru húsmóðir í vesturbænum og því til staðfestingar kaupir hún reglulega Martha Stewart Living

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband